Erlent

Ekki hvikað frá einbirnisstefnu

Sjaldgæf undantekning frá einbirnisstefnunni: nýfæddir fimmburar.
Sjaldgæf undantekning frá einbirnisstefnunni: nýfæddir fimmburar. mynd/ap

Kínversk stjórnvöld segjast ekki munu hvika frá hinni svonefndu einbirnisstefnu, þrátt fyrir að ráðherra fjölskyldumála viðurkenndi að stefnan ætti að hluta sök á þeirri óheillaþróun að mun fleiri sveinbörn fæðast í landinu en stúlkur.

Ráðherrann, Zhang Weiqing, sagði að fjölmennir árgangar væru nú komnir á barneignaraldur og því gæti stefnt í mannfjölgunarsprengingu ef slakað yrði á barneignatakmörkunum. Í aldarfjórðung hafa borgarbúar í Kína ekki mátt eignast fleiri en eitt barn og sveitafólk ekki fleiri en tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×