Erlent

Hryðjuverkaforsprakki drepinn

Khadaffy Janjalani Stórfé var lagt til höfuðs Janjalanis.
Khadaffy Janjalani Stórfé var lagt til höfuðs Janjalanis. MYND/AP

Khadaffy Janjalani, leiðtogi Abu Sayyaf-hryðjuverkahópsins, lést í átökum við hermenn 4. september 2006, að sögn yfirvalda á Filippseyjum. Þetta staðfesti DNA-próf í Bandaríkjunum.

Bandaríska sendiráðið lagði fimm milljónir bandarískra dala til höfuðs Janjalani, en hryðjuverkahópur hans er talinn bera ábyrgð á fjölda árása. Meðal þeirra var sprengjuárás á ferju, sem banaði 116 manns.

Lögreglan á Filippseyjum býr sig nú undir að samherjar Janjalanis reyni að efna til hefndarárása. Forseti landsins segist vilja uppræta fátækt, svo hryðjuverkamenn geti ekki tælt bágstatt fólk til ofbeldisverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×