Erlent

Sex manns dóu í sprengingu

Sex létust og 22 særðust í sprengingu á markaði á Filippseyjum í gær. Önnur sprengja sprakk á sama svæði stuttu síðar og særði tvo.

Þrír létust samstundis og tveir létust skömmu síðar af sárum sínum að sögn lögreglu. Einn lést síðan stuttu eftir komu á spítalann.

Tvö börn voru meðal látinna, átta og tólf ára drengir.

Enginn hafði lýst sprengingunum á hendur sér í gær en lögreglan gerði ráð fyrir að herskáir múslímar hefðu verið að verki. Asíuráðstefna fer fram á Filippseyjum næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×