Erlent

Nýtur meiri vinsælda nú

Ehud Barak
Ehud Barak

Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti nýlega að hann hygðist snúa aftur á vettvang stjórnmálanna. Barak gæti, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, átt góða möguleika á að verða aftur leiðtogi Verkamannaflokksins.

Barak hefur stuðning 30 prósenta af meðlimum flokksins, og nýtur því mun meiri vinsælda en núverandi formaður, Amir Peretz, sem er varnarmálaráðherra í stjórn Ehuds Olmert. Peretz mælist aðeins með 12 prósenta stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×