Erlent

Villandi upplýsingar frá ESB

Evrópusambandið þarf að breyta „ónákvæmum og villandi“ ráðleggingum um bætur til flugfarþega segir umboðsmaður ESB, P. Nikiforos Diamandouros.

Tvö flugfélagasamtök hafa kvartað yfir kynningu ESB á bótapakka sem tók gildi árið 2005. Í honum er ranglega gefið í skyn að ávallt skuli bætur borgaðar þegar flugi er aflýst, þær greiddar strax og greiddar í reiðufé þegar flugi seinkar, að sögn Diamandouros.

Ef flugfélög veita meira en tveggja vikna fyrirvara, bjóða upp á önnur flug eða ef flug fellur niður vegna „sérstakra aðstæðna“ sem flugfélög hafa ekki stjórn yfir eins og verkföll eða öryggisógnir eiga reglurnar ekki við og Diamandouros segir að ESB hafi ekki vakið athygli á þessum undantekningum í kynningu sinni á bótapakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×