Erlent

Háttsettur al-Kaída-liði féll

Háttsettur liðsmaður Al-Kaída, sem hefur lengi verið eftirlýstur vegna gruns um að standa á bakvið hryðjuverkaárás á bandarísk sendiráð í Austur-Afríku, féll í loftárásum Bandaríkjahers í Sómalíu, að sögn Abdirizak Hassan, starfsmannastjóra forseta landsins.

Bandaríkjaher hefur gert að minnsta kosti þrjár loftárásir í Sómalíu síðan á mánudag og fleiri eru í vændum, að sögn Hassans.

Hann kallar eftir liðsinni Bandaríkjahers á jörðu niðri til að losna við herskáa íslamista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×