Erlent

Fullyrðingar um málamiðlun

Málamiðlun? Minsk-búar horfa á risaskjá með frétt af viðræðum forsetanna Pútíns og Lúkasjenkos
Málamiðlun? Minsk-búar horfa á risaskjá með frétt af viðræðum forsetanna Pútíns og Lúkasjenkos . mynd/ap
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi afnámu í gær toll sem þau settu í síðasta mánuði á olíu frá Rússlandi, þegar Rússar hækkuðu verð á olíu. Áður höfðu talsmenn stjórnvalda í Minsk fullyrt að málamiðlun hefði náðst í deilunni eftir að forsetar grannlandanna tveggja, Viktor Lúkasjenko og Vladimír Pútín, ræddust við í síma í gær. Engin staðfesting fékkst á þeirri fullyrðingu hjá ráðamönnum í Moskvu.

Deilan hefur minnt þjóðir innan Evrópusambandsins óþægilega á hve háðar þær eru olíu og gasi frá Rússlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×