Erlent

ETA lýsti yfir ábyrgð í gær

Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, lýstu yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu í Madrid 30. desember sem varð tveim mönnum að bana og slasaði 26 manns.

Tilkynningin kom í kjölfar þess að tveir meintir ETA-meðlimir voru handteknir í Frakklandi.

ETA ásakaði stjórnvöld fyrir að hafa ekki rýmt bílastæðakjallara flugvallarins sem sprengingin varð í þrátt fyrir þrjár viðvaranir um nákvæma staðsetningu sprengjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×