Erlent

Gætu strandað á demókrötum

Edward Kennedy
Edward Kennedy

Daginn áður en George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnir breyttar áherslur í Írak lagði Ted Kennedy, öldungadeildarþingmaður demókrata, fram lagafrumvarp sem meinar forsetanum um aukafjárveitingar til að hrinda tillögum sínum í framkvæmd. Demókratar ráða meirihlutanum á þingi .

Gordon Smith, öldungadeildarþingmaður repúblikana, staðfesti í gær að forsetinn leggi til fjölgun um 20.000 hermenn í Írak. Liðsaukanum væri ætlað að styrkja setulið Bagdad og í Anbar-sýslu, þar sem uppreisnarmenn súnnía hafa haft sig einna mest í frammi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×