Erlent

Sexburar litu dagsins ljós

Sexburar komu í heiminn í Kanada síðastliðna helgi, eftir aðeins sex mánaða dvöl í legi móður sinnar. Börnin vega aðeins 700 til 800 grömm og eru ekki mikið stærri en svo að þeir rúmast í lófa. Fyrsti sexburinn fæddist á laugardagskvöld og hinir fimm fylgdu í kjölfarið á sunnudagsmorgun.

Frægasta fjölburafæðing í Kanada hingað til var þegar Dionne-fimmburarnir fæddust árið 1934. Fæðingu þeirra var fagnað sem læknisfræðilegu kraftaverki en sorgleg örlög biðu þeirra. Yfirvöld dæmdu foreldra þeirra óhæfa til að ala börnin upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×