Erlent

Áin of menguð til að baða sig í

Þúsundir Hindúa hótuðu í gær að sniðganga hátíðlegar athafnir þar sem pílagrímar þvo burt syndir sínar í ánni Ganges í Indlandi vegna þess hve hin heilaga á er orðin menguð vegna úrgangs frá verksmiðjum og skolps frá borgum meðal annars.

Kröfðust þeir að ástand árin-nar yrði bætt fyrir 12. janúar en þá mun næsta dýfingarathöfn fara fram.

Talið er að nálægt 70 milljónir Hindúa taki þátt í 45 daga löngum hátíðahöldunum sem eru ein stærsta reglulega uppákoma sem haldin er í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×