Erlent

Slóst við hlébarða í rúminu

Hlébarðanum var veitt læknisaðstoð í Ísrael í dag.
Hlébarðanum var veitt læknisaðstoð í Ísrael í dag. MYND/AFP

Ísraelskur maður vaknaði upp við það í nótt að hlébarði stökk inn um gluggann á heimili hans og upp í rúm þar sem maðurinn svaf ásamt ungri dóttur og heimiliskettinum. Hann stökk strax á hlébarðann, hafði hann undir og hélt honum í tuttugu mínútur uns hjálp barst.

Maðurinn býr á samyrkjubúi í Negev eyimörkinni í suðurhluta Ísrael og hlébarðar hafa sést þar af og til án þess að þeir hafi áreitt mannfólkið á svæðinu. Sennilega hefur dýrið verið hungrað og heimiliskötturinn hefur freistað hans. Hlébarðinn mun hafa verið nokkuð gamall og það er sennilega ástæðan fyrir því að manninum tókst að halda kettinum. Dóttir hans hafði læðst upp í rúm til pabba síns fyrr um nóttina vegna þess að moskítófluga í herberginu hennar hræddi hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×