Óvissa þegar dómur fellur 4. nóvember 2006 08:15 Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var ætlað að sætta sundraða þjóð. Tilgangurinn var að afhjúpa glæpi einræðisherrans í löglegum réttarhöldum til þess að Írakar gætu horfst í augu við fortíð sína. Í framhaldi af því gætu þeir haldið áfram uppbyggingarstarfi sínu, og verið samtaka. Núna, þegar dómur er í vændum níu mánuðum eftir að fyrstu réttarhöldin hófust, bendir þó fátt til þess að þau göfugu áform rætist. Þvert á móti spá margir því að dómurinn, ekki síst ef niðurstaðan verður dauðadómur, geti leyst úr læðingi enn eina ofbeldishrinuna í landinu, þar sem lítið lát hefur verið á átökum allt frá því Bandaríkjaher réðst inn í landið ásamt bandamönnum sínum í mars árið 2003. „Ofbeldi og manndráp munu aukast og Saddam verður að þjóðardýrlingi í augum súnnía," sagði Ibrahim Khalid, rúmlega fimmtugur súnní-arabi frá Bagdad, þar sem margir styðja enn einræðisherrann, sem steypt var af stóli. Á hinn bóginn ættu margir sjía-múslimar afar erfitt með að sjá Saddam sleppa við dauðadóm. Í síðasta mánuði sagðist forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki, sem sjálfur er sjía-múslimi, reikna fastlega með því að "þessi glæpsamlegi harðstjóri verði tekinn af lífi" og fylgismenn hans missi þá móðinn og láti af uppreisn sinni. Fyrstu réttarhöldin yfir Saddam Hussein og sjö félögum hans hófust 19. október á síðasta ári. Þau réttarhöld snúast um fjöldamorð á um það bil 150 sjía-múslimum í þorpinu Dujail, sem framin voru skömmu eftir að Saddam Hussein var sýnt banatilræði árið 1982. Önnur réttarhöld yfir Saddam hófust í ágúst síðastliðnum, en þar er hann sakaður um þjóðarmorð á kúrdum. Búist er við að fleiri réttarhöld séu í vændum, en á hinn bóginn er óljóst hvort þeim verður haldið áfram ef Saddam hlýtur dauðadóm á morgun. Erlent Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var ætlað að sætta sundraða þjóð. Tilgangurinn var að afhjúpa glæpi einræðisherrans í löglegum réttarhöldum til þess að Írakar gætu horfst í augu við fortíð sína. Í framhaldi af því gætu þeir haldið áfram uppbyggingarstarfi sínu, og verið samtaka. Núna, þegar dómur er í vændum níu mánuðum eftir að fyrstu réttarhöldin hófust, bendir þó fátt til þess að þau göfugu áform rætist. Þvert á móti spá margir því að dómurinn, ekki síst ef niðurstaðan verður dauðadómur, geti leyst úr læðingi enn eina ofbeldishrinuna í landinu, þar sem lítið lát hefur verið á átökum allt frá því Bandaríkjaher réðst inn í landið ásamt bandamönnum sínum í mars árið 2003. „Ofbeldi og manndráp munu aukast og Saddam verður að þjóðardýrlingi í augum súnnía," sagði Ibrahim Khalid, rúmlega fimmtugur súnní-arabi frá Bagdad, þar sem margir styðja enn einræðisherrann, sem steypt var af stóli. Á hinn bóginn ættu margir sjía-múslimar afar erfitt með að sjá Saddam sleppa við dauðadóm. Í síðasta mánuði sagðist forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki, sem sjálfur er sjía-múslimi, reikna fastlega með því að "þessi glæpsamlegi harðstjóri verði tekinn af lífi" og fylgismenn hans missi þá móðinn og láti af uppreisn sinni. Fyrstu réttarhöldin yfir Saddam Hussein og sjö félögum hans hófust 19. október á síðasta ári. Þau réttarhöld snúast um fjöldamorð á um það bil 150 sjía-múslimum í þorpinu Dujail, sem framin voru skömmu eftir að Saddam Hussein var sýnt banatilræði árið 1982. Önnur réttarhöld yfir Saddam hófust í ágúst síðastliðnum, en þar er hann sakaður um þjóðarmorð á kúrdum. Búist er við að fleiri réttarhöld séu í vændum, en á hinn bóginn er óljóst hvort þeim verður haldið áfram ef Saddam hlýtur dauðadóm á morgun.
Erlent Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira