Erlent

Jórdaníukonunugur varar við borgarastríði í þremur löndum

Abdullah Jórdaníukonungur þar sem hann heilsar Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna.
Abdullah Jórdaníukonungur þar sem hann heilsar Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna. MYND/AP

Abdullah, konungur Jórdaníu, varar við því að borgarastríð geti brotist út á þremur stöðum í Miðausturlöndum ef ekkert verði að gert: í Írak, Líbanon og Ísrael og Palestínu. Hann segir að fundur George Bush Bandaríkjaforseta með Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, í Jórdaníu í vikunni, muni skipta sköpum í baráttunni fyrir friði í Írak og á svæðinu öllu.

Hann sagði mikilvægt að tekið yrði á ofbeldinu í öllum þessum löndum núna vegna þess að ofbeldið og öryggi í löndunum stefndi aðeins niður á við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×