Erlent

Bresks drengs saknað eftir að báti hvolfdi

14 ára gamals bresks drengs er saknað undan strönd Suður-Englands, eftir að lítill kappróðrarbáti sem hann og vinur hans tóku í leyfisleysi hvolfdi undan suðurströnd Englands. Björgunarbátur fann félaga drengsins í sjónum, um klukkan 3 í morgun, 25 mínútum eftir að bátnum hvolfdi í vindhviðu. Strákarnir voru ekki í björgunarvestum.

Strákarnir hringdu í neyðarnúmer upp úr klukkan tvö í nótt og sögðust hafa tekið bátinn í leyfisleysi en nú kæmust þeir ekki aftur í land. Báturinn og árarnar hafa fundist en strákurinn er enn ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×