Innlent

Ungir jafnaðarmenn vilja vöggustofur

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja sjá úrræði í dagvistun barna frá sex til 18 mánaða aldri. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja að athugaðir verðir möguleikar til að stofna vöggustofur að danskri fyrirmynd. Í ályktun þeirra segir að vöggustofur, auk núverandi kerfis dagforeldra, gætu leyst dagvistunarvanda. Ungliðahreyfingin leggur til að vöggustofurnar yrðu reknar í samvinnu leikskóla Reykjavíkur en þannig yrðu bein tenging milli allra skólastiga frá vöggustofu til frahmhaldsnáms.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×