Fimm eru látnir og 25 alvarlega slasaðir eftir öfluga sprengingu í farþegalest í austurhluta Indlands í dag. Tveir vagnar í lestinni sem voru yfirfullir af fólki skemmdust mikið í sprengingunni sem varð á afskekktum teinum í Vestur-Bengalhéraði. Haft er eftir yfirmanni lögreglu á staðnum að tala látinna geti hækkað á næstunni þar sem fjölmargir séu illa særðir. Talið er að um sprengjutilræði sé að ræða en það hefur ekki enn fengist staðfest.
Erlent