Fulltrúi SÞ hitti leiðtoga Frelsishers Drottins 13. nóvember 2006 12:15 Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. Joseph Kony, leiðtogi Frelsishers Drottins í Úganda, hefst nú við í Súdan. Jan Egeland, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, flaug til fundar við hann í gær til að reyna að semja við hann um lausn kvenna og barna sem hreyfingin heldur föngum. Uppreins Frelsishersins í Úganda hófst fyrir um tveimur áratugum og hefur liðsmönnum hópsins verði kennt um morð, limlestingar og mannrán. Þeir eru sagðir hafa rænt börnum og þjálfað þau til voðaverka eða beitt þau kynferðislegu ofbeldi. Hjálparsamtök segja tvær milljónir íbúa í Úganda á vergangi vegna átakanna. Egeland er fyrsti háttsetti erindreki Sameinuðu þjóðanna sem fær að hitta Kony, sem vill nær enga fjölmiðlaathygli, af ótta við að hann verði sendur til Haag til að svara fyrir stríðsglæpi sem hann er sakaður um. Fundurinn var haldinn í kjarrlendi á hlutlausu svæði og mætti Kony þar í fylgd 30 lífvarða. Kony og Egeland tókust í hendur áður en þeirr ræddust við í 10 mínútur. Kony sagði engar konur eða börn í haldi hjá þeim, aðeins bardagamenn. Egeland segir þennan stutta fund í gær hafa verið mikilvægan. Uppreisnarmenn ætli að veita upplýsingar um fjölda kvenna og barna í búðum þeirra sem teljist þó ekki gíslar að mati Frelsishersins. Egeland vildi ekki ræða handtökuskipanir sem hafa verið gefnar út á hendur Kony og bandamönnum hans. Uppreisnarmenn vilja láta fella þær úr gildi áður en heildstætt friðarsamkomulag verði undirritað. Stjórnvöld í Úganda ætla hins vegar ekki að óska þess nema samkomulag verði undirritað á undan. Erlent Fréttir Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. Joseph Kony, leiðtogi Frelsishers Drottins í Úganda, hefst nú við í Súdan. Jan Egeland, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, flaug til fundar við hann í gær til að reyna að semja við hann um lausn kvenna og barna sem hreyfingin heldur föngum. Uppreins Frelsishersins í Úganda hófst fyrir um tveimur áratugum og hefur liðsmönnum hópsins verði kennt um morð, limlestingar og mannrán. Þeir eru sagðir hafa rænt börnum og þjálfað þau til voðaverka eða beitt þau kynferðislegu ofbeldi. Hjálparsamtök segja tvær milljónir íbúa í Úganda á vergangi vegna átakanna. Egeland er fyrsti háttsetti erindreki Sameinuðu þjóðanna sem fær að hitta Kony, sem vill nær enga fjölmiðlaathygli, af ótta við að hann verði sendur til Haag til að svara fyrir stríðsglæpi sem hann er sakaður um. Fundurinn var haldinn í kjarrlendi á hlutlausu svæði og mætti Kony þar í fylgd 30 lífvarða. Kony og Egeland tókust í hendur áður en þeirr ræddust við í 10 mínútur. Kony sagði engar konur eða börn í haldi hjá þeim, aðeins bardagamenn. Egeland segir þennan stutta fund í gær hafa verið mikilvægan. Uppreisnarmenn ætli að veita upplýsingar um fjölda kvenna og barna í búðum þeirra sem teljist þó ekki gíslar að mati Frelsishersins. Egeland vildi ekki ræða handtökuskipanir sem hafa verið gefnar út á hendur Kony og bandamönnum hans. Uppreisnarmenn vilja láta fella þær úr gildi áður en heildstætt friðarsamkomulag verði undirritað. Stjórnvöld í Úganda ætla hins vegar ekki að óska þess nema samkomulag verði undirritað á undan.
Erlent Fréttir Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent