Erlent

Sarkozy verður forsetaefni UMP

Nicolas Sarkozy er hér ásamt Michele Alliot-Marie, flokkssystur sinni og varnarmálaráðherra Frakklands, sem lýsti því yfir í síðustu viku að hún sæktist ekki eftir útnefningu sem forsetaefni UMP.
Nicolas Sarkozy er hér ásamt Michele Alliot-Marie, flokkssystur sinni og varnarmálaráðherra Frakklands, sem lýsti því yfir í síðustu viku að hún sæktist ekki eftir útnefningu sem forsetaefni UMP. MYND/AP

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, verður frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins UMP í forsetakosningum í Frakklandi í vor. Þetta varð ljóst í dag þegar fresturinn til að bjóða sig fram sem forsetaefni UMP rann út en Sarkozy var sá eini sem gaf kost á sér og verður tilnefning hans staðfest á flokksfundi um miðjan janúar.

Búist er við að baráttan milli Sakozys og Segolene Royal, forsetaframbjóðanda sósíalista, verði hörð en þau mælast nú hnífjöfn í skoðanakönnunum.

Forsetakosningar fara fram í Frakklandi þannn 22. apríl en ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta verður önnur umferð um tveimur vikum síðar, 6. maí. Þá ætti að liggja fyrir hver tekur við af Jacques Chirac sem setið hefur á forsetastóli í 12 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×