Erlent

Ölöglegum innflytjendum fækkar

Handtökum ólöglegra innflytjenda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós hefur fækkað um rúmlega þriðjung síðan þjóðvarðliðið fór að hjálpa til við landamæragæsluna. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna telur þetta benda til þess að færri reyni að smygla sér inn og þakka fælingarmætti þjóðvarðliðsins.

Talan er engu að síður ansi há: 149.238 voru handteknir á tímabilinu frá júlí til nóvemberloka og er það fækkun um 34% frá sama tímabili á síðasta ári. Handtökum fækkaði einnig um 9% milli áranna 2004 og 2005.

Fyrstu þjóðvarðliðarnir tóku sér stöðu við landamærin þann 15. júní og í ágúst voru 6.000 varðliðar komnir á vakt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×