Erlent

Fyrrum forsetinn Ford er látinn

Gerald Ford gaf forvera sínum, Richard Nixon upp sakir þann 8. september 1974.
Gerald Ford gaf forvera sínum, Richard Nixon upp sakir þann 8. september 1974. MYND/AP

Gerald Ford, fyrrum Bandaríkjaforseti, lést í gærkvöldi, 93ja ára að aldri. Ford var forseti Bandaríkjanna í tvö og hálft ár eftir að Richard Nixon sagði af sér í kjölfar Watergate-hneykslisins en tapaði kosningum fyrir Jimmy Carter árið 1976. Ford var eini forseti Bandaríkjanna sem hvorki hefur verið kjörinn sem forseti eða varaforseti í kosningum.

Fords er einna helst minnst sem forseta fyrir að hafa gefið fyrirrennara sínum, Richard Nixon, að fullu og öllu upp sakir fyrir aðild hans að Watergate-hneykslinu og að lýsa yfir lokum Víetnamstríðsins, af hálfu Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×