Erlent

Blair út af brautinni

Örlítil dráttarvél dró þotuna aftur á rétta braut.
Örlítil dráttarvél dró þotuna aftur á rétta braut. MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, var meðal 343ja farþega í þotu British Airways sem rann fram af flugbraut á Miami-flugvelli í gærkvöldi. Engan sakaði og ekki hefur verið tilkynnt um neinar skemmdir á vélinni. Hún ók yfir nokkur leiðbeiningarljós á flugbrautinni áður en hún fór nokkra metra fram af brautinni og þurfti að draga hana upp að flugstöðinni.

Blair var á leið í frí með fjölskyldu sinni en fulltrúar forsætisráðherrans vildu ekki gefa nánari upplýsingar um ferðir hans eða dvalarstaði en sögðu að ekkert amaði að ráðherranum eða fjölskyldu hans.

Flugvallarstjórnin sagði tilvik sem þessi ekki óalgeng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×