Erlent

200-300 bíla árekstur í Frakklandi

Ferðalag hundraða Frakka í suðvesturhluta Frakklands leystist upp í martröð í dag þegar á bilinu 200 og 300 bílar rákust saman á hraðbrautinni milli borganna Bordeaux og Bayonne.

Að minnsta kosti 24 slösuðust, þar af fimm alvarlega, en sjúkralið átti í erfiðleikum með að komast á vettvang slyssins vegnar gríðarlegrar umferðar nú fyrir hátíðarnar. Um áttaíu manns sem urðu strandaglópar vegna slyssins voru fluttir í samkomuhús í nálægum bæjum. Ekki er vitað hvers vegna svo margir bílar rákust saman en mikil þoka var á vettvangi sem takmarkaði útsýni ökumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×