Enski boltinn

Benitez hundfúll yfir jólatörninni

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, vill að jólatörnin í enska boltanum verði skorin niður um helming því álagið á leikmenn sé glórulaust yfir hátíðarnar. Liðin í úrvalsdeildinni spila fjóra leiki á tíu dögum um jól og áramót.

"Fjórir leikir er allt of mikið og ef menn vilja halda í þessa hefð að spila yfir hátíðarnar, held ég að menn ættu að skera niður um amk helming. Það er ekki hægt að spila tvo leiki á þremur dögum - menn eru engan veginn búnir að jafna sig líkamlega og þetta eykur hættuna á meiðslum til muna," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×