Seðlabanki hækkar vexti um 0,25 prósentur 21. desember 2006 09:05 Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25%. Þetta var tilkynnt kl. 9 í dag. Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,28%, verð hlutabréfa einnig og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,35%. Krafa óverðtryggðra bréfa hafa hækkað talsvert og má nefna að RB0812 hefur hækkað um 0,3 prósentur sem er umfram hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Næsta ákvörðun um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum til allt að 50 punkta hækkunar. Þær gera ráð fyrir vaxtalækkun snemma á næsta ári. Greiningardeildir bankanna benda allar á að verðbólga hafi náði hámarki í 8,6 prósent undir lok sumars. Eftir það hafi hún tekið að lækka og mælist nú 7 prósent. Bankarnir gera ráð fyrir að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína snemma á næsta ári, jafnvel í mars. Gangi það eftir lýkur stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans, sem staðið hefur yfir síðan á vordögum 2004. Greiningardeild Glitnis, sem þó setti þann fyrirvara við spá sína að vextirnir gætu hækkað um 25 punkta, sagði í vikunni að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans bendi til að enn sé ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir meðal annars að hækkunin núna sé til þess fallinn að undirbyggja trúverðugleika bankans. Ekki hafi verið vanþörf á því "bankinn hefur gefið í og dregur úr til skiptis hvað vaxtaákvarðanir varðar og skilaboðin sem felast í aðgerðum bankans hafa oft verið fremur misvísandi í þessu vaxtahækkunarferli. Í ljósi þess er ekki hægt að útiloka að bankinn hækki vexti frekar þótt við teljum það ólíklegt, " segir í Morgunkorni. Greiningardeild Landsbankans bendir sömuleiðis á það í Vegvísi sínum í vikunni, að nýjar hagtölur gefi skýrari mynd en áður af því að hagsveiflan hafi þegar náð toppi og reiknar með vaxtalækkun strax í mars. Greiningardeild Kaupþings, sem spáði 25 til 50 punkta hækkun, tekur fram að um síðustu stýrivaxtahækkun bankans sé að ræða. Deildin vísar til þess að ný fjárlög geri bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Sé með því vegið töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Bankinn bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun vaxta í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Verðbólga sé á leið niður, raunvextir að hækka og flest bendi til að peningalegt aðhald muni þyngjast því meir sem líði á veturinn þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25%. Þetta var tilkynnt kl. 9 í dag. Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,28%, verð hlutabréfa einnig og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,35%. Krafa óverðtryggðra bréfa hafa hækkað talsvert og má nefna að RB0812 hefur hækkað um 0,3 prósentur sem er umfram hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Næsta ákvörðun um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum til allt að 50 punkta hækkunar. Þær gera ráð fyrir vaxtalækkun snemma á næsta ári. Greiningardeildir bankanna benda allar á að verðbólga hafi náði hámarki í 8,6 prósent undir lok sumars. Eftir það hafi hún tekið að lækka og mælist nú 7 prósent. Bankarnir gera ráð fyrir að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína snemma á næsta ári, jafnvel í mars. Gangi það eftir lýkur stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans, sem staðið hefur yfir síðan á vordögum 2004. Greiningardeild Glitnis, sem þó setti þann fyrirvara við spá sína að vextirnir gætu hækkað um 25 punkta, sagði í vikunni að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans bendi til að enn sé ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir meðal annars að hækkunin núna sé til þess fallinn að undirbyggja trúverðugleika bankans. Ekki hafi verið vanþörf á því "bankinn hefur gefið í og dregur úr til skiptis hvað vaxtaákvarðanir varðar og skilaboðin sem felast í aðgerðum bankans hafa oft verið fremur misvísandi í þessu vaxtahækkunarferli. Í ljósi þess er ekki hægt að útiloka að bankinn hækki vexti frekar þótt við teljum það ólíklegt, " segir í Morgunkorni. Greiningardeild Landsbankans bendir sömuleiðis á það í Vegvísi sínum í vikunni, að nýjar hagtölur gefi skýrari mynd en áður af því að hagsveiflan hafi þegar náð toppi og reiknar með vaxtalækkun strax í mars. Greiningardeild Kaupþings, sem spáði 25 til 50 punkta hækkun, tekur fram að um síðustu stýrivaxtahækkun bankans sé að ræða. Deildin vísar til þess að ný fjárlög geri bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Sé með því vegið töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Bankinn bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun vaxta í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Verðbólga sé á leið niður, raunvextir að hækka og flest bendi til að peningalegt aðhald muni þyngjast því meir sem líði á veturinn þrátt fyrir óbreytta stýrivexti.
Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira