Erlent

Silfurhafi í 800 m hlaupi kvenna var karl

Santhi Soundarajan (annar f.v.) Hún eða hann?
Santhi Soundarajan (annar f.v.) Hún eða hann?

Komið hefur í ljós að indverski silfurverðlaunahafinn í 800 metra hlaupi kvenna á Asíuleikunum í frjálsum íþróttum er karlmaður. Hlauparinn, sem heitir Santhi Soundarajan og er 25 ára, hafði verið beðinn um að taka kynferðispróf vegna þess að úrslit hlaupsins þóttu koma á óvart. Niðurstöðurnar komu óneitanlega á óvart líka því samkvæmt þeim uppfyllti Soundarajan ekki skilyrði þess, að geta kallast kona.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur ekki gert kynferðispróf að skyldu á sama hátt og lyfjapróf, en keppendur skulu þó gangast undir það séu þeir beðnir um það. Sérfræðingar, kvensjúkdómalæknar og geðlæknar framkvæma prófið. Þjálfari hlauparans, P Nagarajan, segir í samtali við dablaðið Indian Express, að ef þetta reynist rétt, þá sé það sorglegt og afskaplega mikil vonbrigði. Búist er við frekari rannsókn á málinu, því hugsanlega hafi indverska frjálsíþróttasambandið vitað allan tímann að Soundarajan var karlmaður. Það lítur út fyrir að hún hafi fallið á hliðstæðu prófi þegar hún sótti um starf hjá indversku ríkisjárnbrautunum. Soundarajan sjálf, eða öllu heldur sjálfur segist ekki vilja ræða málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×