Erlent

Jólasveinar handteknir í Magasin fyrir að deila út vörum

MYND/Kristján Sigurjónsson

Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag í það minnsta þrjá jólasveina í verslun Magasin á Strikinu eftir að þeir reyndu að taka vörur úr hillum og deila þeim út til viðskiptavina Magasin.

Eftir því sem fram kemur á vef Berlingske Tidende gengu sveinarnir þrír inn í verslunina á slaginu tólf á hádegi og hófu að deila út vörum úr hillum verslunarinnar. Á vef Berlingske kemur enn fremur fram að líklega sé um listrænan gjörning að ræða og segist blaðið hafa undir höndum tölvupóst sem sanni það. Þarna sé á ferðinni gjörningslistamaðurinn Henrik Vestergaard sem hafi með þessu viljað endurskapa viðburð sem átti sér stað fyrir 22 árum. Þá stormuðu um 30 jólasveinar á vegum leiklistarhópsins Sólvagnsins inn í sömu verslun og hófu að deila út vörum til viðskiptavina úr hillum búðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×