Erlent

Fjölmiðlar höfðu rætt við grunaðan raðmorðingja

MYND/AP

37 ára karlmaður var handtekinn í morgun vegna morðanna á fimm vændiskonum á Suðaustur-Englandi. Breskir fjölmiðlar greina frá að hann heiti Tom Stephens og hafi unnið í stórmarkaði.

Hann var handtekinn snemma í morgun á heimili sínu í bænum Trimley St. Martin og hefur verið færður í varðhald. Reiknað er með að hann verði yfirheyrður síðar í dag.

Komið hefur í ljós að rætt var við Stephens í breska dagblaðinu Sunday Mirror í gær og þá sagðist hann hafa þekkt vændiskonurnar fimm sem myrtar voru og að lögregla hefði yfirheyrt hann. Í viðtalinu viðurkenndi hann að hann hefði ekki fjarvistarsönnun á þeim tíma sem morðin voru framin en hann sé engu að síður saklaus. Þá greinir Breska ríkisútvarpið að það hafi rætt við Stephens í síðustu viku til þess að fá bakgrunnsupplýsingar í morðmálunum.

Leitin af morðingjanum hefur staðið yfir frá 2. desember þegar fyrsta stúlkan fannst og hafa yfir 400 lögreglumenn tekið þátt í rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×