Erlent

Bin Laden kampavín í glösin um áramótin

Fáðu þér meira Bin Laden... nóg til frammi.
Fáðu þér meira Bin Laden... nóg til frammi. MYND/AP
Perúskir bruggarar hafa skipt út andliti jólavínsins á flöskunum: í staðinn fyrir að jólasveinninn brosi framan í fólk er álíka skeggjaður karl en ekki jafn góðlegur kominn í staðinn. Og nafnið hans stendur líka á flöskunum: Bin Laden Kampavín! Yfirvöld hafa hins vegar hellt niður kössum af Osama-drykknum og segja hann óhæfan til manneldis.

Heimabruggarar vonuðust til að geta selt vínið fyrir dollar á flöskuna á sveitamörkuðum fyrir jólin. Víninu verður hins vegar hellt niður hvar sem það sést af yfirvöldum, þar sem sagt er að hver sem drekki af því geti orðið alvarlega veikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×