Erlent

Gerviskinnið var ekta í Macy's

Dýraverndunarsamtök ásökuðu stórverslunina Macy's í New York um að selja úlpu með þvottabjarnarskinni á hettunni með því að merkja hana á vefsíðu sinni á þann veg að loðkraginn væri gerviskinn. Samtökin sögðust hafa keypt slíka úlpu og séð þá að á miða í henni stæði "ekta þvottabjarnarskinn".

Samtökin ætluðu í framhaldinu að láta rannsaka skinnið, hvort það væri hugsanlega af þvottabjarnarhundi, sem er ræktaður í Kína vegna þess að skinn hans líkist þvottabjarnarskinni og er oft selt sem slíkt. Í fréttatilkynningu frá versluninni segir að málið verði athugað og ef rétt reynist að skinnið sé falsað gervi, þ.e.a.s. að það sé alvöru skinn, þá verði það fjarlægt úr búðinni, enda samræmist ekki siðareglum búðarinnar að selja hunda- og kattaskinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×