Erlent

Prodi slapp með skrekkinn

Romano Prodi stýrir ítölsku ríkisstjórninni eins og herforingi.
Romano Prodi stýrir ítölsku ríkisstjórninni eins og herforingi. MYND/AP

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, kom óvinsælu fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár í gegnum ítalska þingið í kvöld. Ef þingmenn hefðu fellt frumvarpið hefði Prodi þurft að segja af sér. Ítalska ríkisstjórnin stefnir á að herða sultaról og koma skuldum ríkisins á réttan kjöl á næsta ári. Það verður erfitt verkefni, enda alltaf óvinsælt að taka sparnaðarákvarðanir.

Ef vel tekst til munu skuldir ítalska ríkisins skríða aftur undir viðmiðunarþak ESB: undir 3% af þjóðarframleiðslu, í fyrsta skipti síðan árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×