Erlent

Enn einnar vændiskonu saknað í Ipswich

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suffolk-svæðinu hefur staðið í ströngu.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suffolk-svæðinu hefur staðið í ströngu. MYND/AP

Enn einnar stúlku er saknað í Ipswich á Suðaustur-Englandi, þar sem svo virðist sem óhugnanlegur raðmorðingi leiti til fordæmis Kobba kviðristu og herji á vændiskonur. Síðan 2. desember hafa fimm kvenmannslík fundist á víðavangi á Suffolk-svæðinu, allt vændiskonur sem hafa horfið sporlaust af götunum.

Lögreglan segir hins vegar of snemmt að álykta að stúlkan sem nú er saknað sé einnig fallin fyrir hendi morðingjans, sérstaklega þar sem kærasti hennar er horfinn með henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×