Erlent

Bréfin frá Bandaríkjunum biðu í 7 ár

Rússneskir bréfberar hafa hafist handa við að bera út fjögur og hálft tonn af bréfum og pökkum sem voru send frá Bandaríkjunum árið 1999. Ríkisrekin póstþjónustan í Rússlandi segir bið bréfanna ekki sína sök heldur skellir skuldinni á hafnaryfirvöld í Finnlandi, þar sem gámurinn með póstinum "gleymdist" í 7 ár.

Gámurinn kom loks til Rússlands þann 8. desember síðastliðinn. Pósturinn hefur varðveist mjög vel vegna þess var vel innsiglaður, að sögn póstþjónustunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×