Innlent

Yfirmenn hjá Ríkislögreglustjóra bera ekki vitni

Héraðdómur Reykjavíkur hafnaði fyrir stundu þeirri kröfu fimm manna tengdum Baugi að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. skyldu bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru Baugsmanna um að þeir séu vanhæfir til að fara með rannsókn á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattalaga brota þeirra.

Málflutningur um hæfi yfirmanna efnahagsbrotadeildar til að fara með rannsókn á skattamálum fimmmenninganna heldur þrátt fyrir þetta áfram fyrir héraðsdómi í dag klukkan tvö.

Þar verður tekist á um það hvort yfirmenn hjá Ríkislögreglustjóra hafi með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér fyrir fram skoðun á sekt Baugsmanna og séu þar með vanhæfir til að fara með málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×