Erlent

Blair tilbúinn að tala við Pútin um morð á njósnara

Tony Blair sagði í dag að ef nauðsyn krefði myndi hann ræða morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko, persónulega við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Blair sagði að hann liti málið mjög alvarlegum augum og allt yrði gert sem þyrfti, til þess að upplýsa það.

Litvinenko sjálfur sakaði Putin um að hafa myrt sig, í yfirlýsingu sem hann skrifaði áður en hann lést úr geislaeitrun. Putin vísaði þeirri ásökun á bug, og Blair ýjaði að sjálfsögðu ekkert að því að Putin ætti sjálfur hlut að máli.

Hann sagði hinsvegar að diplomatiskar reglur mættu ekki á nokkurn hátt verða rannsókninni fjötur um fót.

Rússneska mafían hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur morðingi Litvinenkos, sem hafði skrifað bækur bæði um stjórnarfarið í Rússlandi og skipulagða glæpastarfsemi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×