Erlent

Gólanhæðirnar gætu orðið verðið fyrir aðstoð Sýrlendinga

Gólanhæðirnar sem Sýrland og Ísrael hafa deilt um í tæpa fjóra áratugi.
Gólanhæðirnar sem Sýrland og Ísrael hafa deilt um í tæpa fjóra áratugi. MYND/af netinu

Stjórnvöld í Bandaríkjunum þræta nú um hvort leita eigi aðstoðar Sýrlendinga til að ná friði í Írak en Sýrlendingar virðast vissir í sinni sök; þeir séu boðnir og búnir að aðstoða, - fyrir rétt verð.

AP fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismönnum í Damaskus að Assad, Sýrlandsforseti sé fús að ræða við Vesturveldin um frið í Írak en ekki síður um að þau aðstoði Sýrlendinga í staðinn við að ná aftur Gólanhæðunum, hásléttunni sem Ísrael tók á sitt vald árið 1967.

Engin opinber yfirlýsing hefur borist frá sýrlenskum yfirvöldum önnur en viljayfirlýsing til að hjálpa til í Írak og öðrum friðarumleitunum.



AP_Tacoda_AMS_DDC_addPair("SECTION", "INTERNATIONAL; MIDDLE EAST") AP_Tacoda_AMS_DDC("http://te.ap.org/tte/blank.gif", "1.0")






Fleiri fréttir

Sjá meira


×