Erlent

Royal leggur grunninn að kosningabaráttunni

MYND/AP

Ségolène Royal tók við keflinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins fyrir forsetakosningarnar í vor. Hún gaf einnig tóninn fyrir komandi kosningabaráttu sína. Þar verður lögð áhersla á menntun og aðgengi ungmenna á atvinnumarkaðinn, baráttu gegn ofbeldi í landinu og kaupmátt.

"Ný vonarstjarna er risin til vinstri og stefnir aðeins á að stækka," sagði Ségolène í innsetningarræðu sinni á flokksþingi í dag og sagðist stefna á "sigur árið 2007". Hún þakkaði mótframbjóðendum sínum til forsetaframboðs flokksins drengilega baráttu, þeim Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius og sagðist þurfa á öllum kröftum innan flokksins að halda. "Þessi sigur er sigur allra sósíalista," lýsti hún yfir í ræðu sinni, sem vakti mikinn fagnaðarlæti í salnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×