Erlent

Bílalest Malikis grýtt í Bagdad

Bílalest forsætisráðherra Íraks, Nouri Al-Malikis var grýtt þegar hann fór í úthverfi Bagdad-borgar til að votta virðingu sína rúmlega 200 fórnarlömbum einnar mannskæðustu sprengjuárásar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak. Reiðin kraumar í almenningi í Sadr-hverfinu í Írak þar sem útgöngubann er nú þriðja daginn í röð.

 

Almenningur kennir yfirvöldum um að geta ekki hamið ofbeldisverk og sprengjuárásir á víxl milli súnní- og sjíamúslima og margir reiðast veru erlends herliðs í landinu. Fólkið réðist að bíl Malikis og kallað að þetta væri allt honum að kenna, en forsætisráðherrann hefur ekki áður fengið að kenna á reiði almúgans á þennan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×