Eiður á skotskónum í frábærum knattspyrnuleik 25. nóvember 2006 21:25 Eiður Smári fagnar marki sínu á Nou Camp í kvöld AFP Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt. Barcelona bauð upp á frábæra sóknarknattspyrnu í leiknum sem sýndur var beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar. Eiður Smári var í sviðsljósinu þegar hann fiskaði vafasama vítaspyrnu og úr henni skoraði Ronaldinho fyrsta mark Barcelona. Eiður kom Barcelona svo sjálfur í 2-0 í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Giuly og Iniesta skoraði þriðja markið. Þá var aftur komið að hinum ótrúlega Ronaldinho, sem skömmu fyrir leikslok fékk fyrirgjöf af kantinum, tók hana niður á kassann og sneri sér við í loftinu áður en hann hamraði knöttinn í netið með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Áhorfendur á Nou Camp risu úr sætum og veifuðu hvítum klútum til að hylla kappann og meira að segja hinn dagfarsprúði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, reis úr sæti og fagnaði tilþrifum Brasilíumannsins sem skildu Arnar Björnsson eftir hásan í lýsingu sinni. Það má því með sanni segja að enginn hafi verið svikinn af þessum frábæra leik í spænska boltanum. Barcelona er komið með fjögurra stiga forskot á Sevilla á toppnum eftir sigurinn, en Sevilla á leik til góða gegn Espanyol á morgun. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt. Barcelona bauð upp á frábæra sóknarknattspyrnu í leiknum sem sýndur var beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar. Eiður Smári var í sviðsljósinu þegar hann fiskaði vafasama vítaspyrnu og úr henni skoraði Ronaldinho fyrsta mark Barcelona. Eiður kom Barcelona svo sjálfur í 2-0 í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Giuly og Iniesta skoraði þriðja markið. Þá var aftur komið að hinum ótrúlega Ronaldinho, sem skömmu fyrir leikslok fékk fyrirgjöf af kantinum, tók hana niður á kassann og sneri sér við í loftinu áður en hann hamraði knöttinn í netið með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Áhorfendur á Nou Camp risu úr sætum og veifuðu hvítum klútum til að hylla kappann og meira að segja hinn dagfarsprúði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, reis úr sæti og fagnaði tilþrifum Brasilíumannsins sem skildu Arnar Björnsson eftir hásan í lýsingu sinni. Það má því með sanni segja að enginn hafi verið svikinn af þessum frábæra leik í spænska boltanum. Barcelona er komið með fjögurra stiga forskot á Sevilla á toppnum eftir sigurinn, en Sevilla á leik til góða gegn Espanyol á morgun.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira