5 lögreglumenn handteknir vegna mannrána 14. nóvember 2006 18:45 Lögreglumenn skoða vettvang. MYND/AP Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi. Mannræningjarnir voru klæddir sérsveitarbúningum lögreglunnar. Þeir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og fóru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, fræðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Lausnargjalds hefur ekki verið krafist og ekki víst hvort súnníum hafi einvörðungu verið rænt eða hvort sjíar hafi einnig verið teknir í gíslingu. Upphaflega var talið að á bilinu hundrað til hundrað og fimmtíu mönnum hefði verið rænt en nú hefur forsætisráðuneytið íraska upplýst að talan er nærri fimmtíu. Menntamálaráðherra Íraks lét loka öllum háskólum landsins eftir atburði morgunsins. Þeir yrðu ekki opnaðir aftur fyrr en öryggi nemenda og starfsmanna hefði verið tryggt - enda hafi mannræningjar oftar en ekki rænt menntamönnum. Stjórnendur háskóla í Írak og námsmenn eru ósáttir við þessa ákvörðun. Ástandið í Írak var til umræðu á fundi sérskipaðrar ráðgjafanefndar Bandaríkjaþings í Washington í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við nefndarmenn í gegnum myndsíma í dag. Einnig var rætt við Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra. Nefndin skilar niðurstöðu í næsta mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi. Mannræningjarnir voru klæddir sérsveitarbúningum lögreglunnar. Þeir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og fóru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, fræðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Lausnargjalds hefur ekki verið krafist og ekki víst hvort súnníum hafi einvörðungu verið rænt eða hvort sjíar hafi einnig verið teknir í gíslingu. Upphaflega var talið að á bilinu hundrað til hundrað og fimmtíu mönnum hefði verið rænt en nú hefur forsætisráðuneytið íraska upplýst að talan er nærri fimmtíu. Menntamálaráðherra Íraks lét loka öllum háskólum landsins eftir atburði morgunsins. Þeir yrðu ekki opnaðir aftur fyrr en öryggi nemenda og starfsmanna hefði verið tryggt - enda hafi mannræningjar oftar en ekki rænt menntamönnum. Stjórnendur háskóla í Írak og námsmenn eru ósáttir við þessa ákvörðun. Ástandið í Írak var til umræðu á fundi sérskipaðrar ráðgjafanefndar Bandaríkjaþings í Washington í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við nefndarmenn í gegnum myndsíma í dag. Einnig var rætt við Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra. Nefndin skilar niðurstöðu í næsta mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira