5 lögreglumenn handteknir vegna mannrána 14. nóvember 2006 18:45 Lögreglumenn skoða vettvang. MYND/AP Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi. Mannræningjarnir voru klæddir sérsveitarbúningum lögreglunnar. Þeir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og fóru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, fræðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Lausnargjalds hefur ekki verið krafist og ekki víst hvort súnníum hafi einvörðungu verið rænt eða hvort sjíar hafi einnig verið teknir í gíslingu. Upphaflega var talið að á bilinu hundrað til hundrað og fimmtíu mönnum hefði verið rænt en nú hefur forsætisráðuneytið íraska upplýst að talan er nærri fimmtíu. Menntamálaráðherra Íraks lét loka öllum háskólum landsins eftir atburði morgunsins. Þeir yrðu ekki opnaðir aftur fyrr en öryggi nemenda og starfsmanna hefði verið tryggt - enda hafi mannræningjar oftar en ekki rænt menntamönnum. Stjórnendur háskóla í Írak og námsmenn eru ósáttir við þessa ákvörðun. Ástandið í Írak var til umræðu á fundi sérskipaðrar ráðgjafanefndar Bandaríkjaþings í Washington í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við nefndarmenn í gegnum myndsíma í dag. Einnig var rætt við Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra. Nefndin skilar niðurstöðu í næsta mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi. Mannræningjarnir voru klæddir sérsveitarbúningum lögreglunnar. Þeir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og fóru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, fræðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Lausnargjalds hefur ekki verið krafist og ekki víst hvort súnníum hafi einvörðungu verið rænt eða hvort sjíar hafi einnig verið teknir í gíslingu. Upphaflega var talið að á bilinu hundrað til hundrað og fimmtíu mönnum hefði verið rænt en nú hefur forsætisráðuneytið íraska upplýst að talan er nærri fimmtíu. Menntamálaráðherra Íraks lét loka öllum háskólum landsins eftir atburði morgunsins. Þeir yrðu ekki opnaðir aftur fyrr en öryggi nemenda og starfsmanna hefði verið tryggt - enda hafi mannræningjar oftar en ekki rænt menntamönnum. Stjórnendur háskóla í Írak og námsmenn eru ósáttir við þessa ákvörðun. Ástandið í Írak var til umræðu á fundi sérskipaðrar ráðgjafanefndar Bandaríkjaþings í Washington í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við nefndarmenn í gegnum myndsíma í dag. Einnig var rætt við Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra. Nefndin skilar niðurstöðu í næsta mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira