Fótbolti

Í viðræðum við Dynamo Kiev

Eriksson var staddur í Úkraínu í síðustu viku að ræða við forráðamenn Dynamo.
Eriksson var staddur í Úkraínu í síðustu viku að ræða við forráðamenn Dynamo.
Sænski skrautfuglinn Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur átt í viðræðum við forráðamenn Dynamo Kiev í Úkraínu um að taka við þjálfun liðsins.

Samkvæmt fregnum frá Úkraínu var Eriksson staddur í höfuðstöðvum félagsins í síðustu viku þar sem stíf fundarhöld fóru fram. Talsmenn Dynamo vilja ekkert tjá sig um málið en neita þó ekki að viðræður hafi átt sér stað.

Eriksson hefur verið orðaður við fjölmörg félög í Evrópu síðustu vikur og verður það að teljast mjög óvænt fari svo að hann taki við félagi í Úkraínu. Dynamo er sem stendur í efsta sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×