Lækkun matarskatts vinnur gegn verðbólgumarkmiðum 2. nóvember 2006 18:26 Seðlabanki Íslands. MYND/Vísir Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember. Fréttir Innlent Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember.
Fréttir Innlent Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira