Fótbolti

McCarthy varð fyrir kynþáttafordómum

Benni McCarthy var afar ósáttur við meintan kynþáttaníð pólska liðsins
Benni McCarthy var afar ósáttur við meintan kynþáttaníð pólska liðsins NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn hefur sent evrópska knattspyrnusambandinu kvörtun eftir leik liðsins við Wisla Krakow í dag eftir að suður-afríski framherjinn Benni McCarthy kvartaði yfir ítrekuðum kynþáttaníð mótherja sinna. Hann nafngreindi þar sérstaklega serbneska varnarmanninn Nikola Mijailovic í þessu sambandi.

Mark Hughes, stjóri Blackburn, var annars ánægður með sigurinn í dag. "Benni sagði að hann hefði fengið að heyra miður fallega hluti á vellinum í dag og við munum segja þeim hver átti í hlut. Það er leiðinlegt að svona lagað skuli varpa skugga á fínan sigur. Það er mjög mikilvægt að krækja í stig á útivelli í þessari keppni, en þetta er ekkert meira en góð byrjun hjá okkur," sagði Hughes. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×