Reykjavík verði valkostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki 19. október 2006 17:45 Björn Ingi hrafnsson, formaður borgarráðs, lagði tillöguna fram. MYND/Ómar Vilhelmsson Borgarráð samþykkti í morgun, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki sem miði að því að gera Reykjavík að áhugaverður valkosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuðum fulltrúa Reykajvíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum. Framkvæmdaáætlun verði síðan lögð fyrir í borgarráði í síðasta lagi 1. júlí 2007. Fram kemur í greinargerð að á undanförnum áratug hafi það færst í vöxt að erlendir kvikmyndagerðarmenn sæki Ísland heim og sviðsetji jafnt auglýsingar sem og stórmyndir í íslenskri náttúru. Minna hafi verið um að þeir nýti sér þau fjölmörgu tækifæri sem gefist í Reykjavík. Innan borgarmarkanna sé að finna fjölbreytt umhverfi sem geti nýst sem bakgrunnur í margvíslegum kvikmyndum. Í borginni sé fyrsta flokks kvikmyndagerðarfólki sem standist ýtrustu kröfur í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Í Reykjavík sé öll þjónusta til staðar innan borgarmarkanna. Því hafi verið lagt til að sett yrði í gang vinna til að stuðla að því að Reykjavík verði áhugaverður kostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Til að ná þessu fram verði skipaður starfshópur sem ætlað sé að leiða saman skipulags-, menningar- og umhverfisyfirvöld borgarinnar, listamenn fagfólk og aðra hagsmunaaðila. Hópnum sé ætlað að skapa þær kjöraðstæður sem kvikmyndaiðnaðurinn þurfi á að halda svo Reykjavík verði fýsilegur kostur fyrir alþjóðleg kvikmyndafyrirtæki. Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Borgarráð samþykkti í morgun, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki sem miði að því að gera Reykjavík að áhugaverður valkosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuðum fulltrúa Reykajvíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum. Framkvæmdaáætlun verði síðan lögð fyrir í borgarráði í síðasta lagi 1. júlí 2007. Fram kemur í greinargerð að á undanförnum áratug hafi það færst í vöxt að erlendir kvikmyndagerðarmenn sæki Ísland heim og sviðsetji jafnt auglýsingar sem og stórmyndir í íslenskri náttúru. Minna hafi verið um að þeir nýti sér þau fjölmörgu tækifæri sem gefist í Reykjavík. Innan borgarmarkanna sé að finna fjölbreytt umhverfi sem geti nýst sem bakgrunnur í margvíslegum kvikmyndum. Í borginni sé fyrsta flokks kvikmyndagerðarfólki sem standist ýtrustu kröfur í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Í Reykjavík sé öll þjónusta til staðar innan borgarmarkanna. Því hafi verið lagt til að sett yrði í gang vinna til að stuðla að því að Reykjavík verði áhugaverður kostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Til að ná þessu fram verði skipaður starfshópur sem ætlað sé að leiða saman skipulags-, menningar- og umhverfisyfirvöld borgarinnar, listamenn fagfólk og aðra hagsmunaaðila. Hópnum sé ætlað að skapa þær kjöraðstæður sem kvikmyndaiðnaðurinn þurfi á að halda svo Reykjavík verði fýsilegur kostur fyrir alþjóðleg kvikmyndafyrirtæki.
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira