Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli 19. október 2006 11:20 MYND/Vísir Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira