Fram fari óháð rannsókn á leyniþjónustu í kalda stríðinu 30. september 2006 12:26 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu. Í fréttum NFS í gærkvöld sagði Geir H. Haarde forstætisráðherra um þær aðdróttanir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið leyniþjónustu að þær væru fáránlegar og móðgandi og ættu ekki við rök að styðjast. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það ekki stórbrotið hjá ráðherranum að snúa því upp í að spurningin sé móðgun. Það hafi aðeins eitt jákvætt komið frá forsætisráðherra í viðtalinu og það hafi verið fyrirheitið um að leggja öll spil á borðið í þessum málum. Það sé svo sannarlega ástæða til en Sjálfstæðisflokknum sé svona órótt vegna þess að það séu að verða þau merkilegu umskipti í málinu að sagan sé að sýkna þá sem bornir hafi verið þungum sökum og njósnað var um. Það hafi aldrei komið neitt fram um að þeir hafi haft nokkuð óþjóðhollt í huga. Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Núverandi formaður flokksins eigi ekki að fara í það fúafen fara verja gjörðir manna fyrir áratugum. Það væri heiðarlegt og stórt í sniðum að hafa forgöngu um að skipa óháða nefnd, sannleiksnefnd, sem væri yfir alla tortryggni hafin, til að rannsaka málin ofan í kjölinn, leggja öll spil á borðið og hreinsa þennan kafla í sögu þjóðarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu. Í fréttum NFS í gærkvöld sagði Geir H. Haarde forstætisráðherra um þær aðdróttanir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið leyniþjónustu að þær væru fáránlegar og móðgandi og ættu ekki við rök að styðjast. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það ekki stórbrotið hjá ráðherranum að snúa því upp í að spurningin sé móðgun. Það hafi aðeins eitt jákvætt komið frá forsætisráðherra í viðtalinu og það hafi verið fyrirheitið um að leggja öll spil á borðið í þessum málum. Það sé svo sannarlega ástæða til en Sjálfstæðisflokknum sé svona órótt vegna þess að það séu að verða þau merkilegu umskipti í málinu að sagan sé að sýkna þá sem bornir hafi verið þungum sökum og njósnað var um. Það hafi aldrei komið neitt fram um að þeir hafi haft nokkuð óþjóðhollt í huga. Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Núverandi formaður flokksins eigi ekki að fara í það fúafen fara verja gjörðir manna fyrir áratugum. Það væri heiðarlegt og stórt í sniðum að hafa forgöngu um að skipa óháða nefnd, sannleiksnefnd, sem væri yfir alla tortryggni hafin, til að rannsaka málin ofan í kjölinn, leggja öll spil á borðið og hreinsa þennan kafla í sögu þjóðarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira