Enski boltinn

Reading náði baráttustigi gegn United

Rio Ferdinand og Edwin Van Der í baráttu við leikmann Reading Leroy Lita
Rio Ferdinand og Edwin Van Der í baráttu við leikmann Reading Leroy Lita MYND/AP
Leikmenn Reading börðust eins og ljón gegn sterku liði Manchester United þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í dag. Kevin Doyle skoraði úr vítaspyrnu á 48. mínútu fyrir Reading en Cristiano Ronaldo skoraði fyrir United á 73. mínútu. United sótti svo án afláts eftir markið, en allt kom fyrir ekki. Þessi úrslit verða að teljast frábær fyrir nýliðana í Reading en að sama skapi ekki nógu góð fyrir stórliðið Manchester United.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×