Íslenski boltinn

Evrópumenn komir í 10-5

Sergio Garcia tekur í höndina á Luke Donald eftir sigur á Phil Mickelson og David Toms.
Sergio Garcia tekur í höndina á Luke Donald eftir sigur á Phil Mickelson og David Toms. MYND/AP

Paul Casey sló holu í höggi í Ryder bikarnum í dag en það er fyrsta draumahöggið í keppninni síðan 1995. Casey og David Howell sigruðu Stewart Cink og Zach Johnson í dag og juku forystu Evrópumanna.

Colin Montgomerie og Lee Westwood skyldu jafnir við Chad Campbell og Vaughn Taylor.

Tiger Woods og Jim Furyk eru tveimur yfir gegn Padraig Harrington og Paul McGinley í síðasta leiknum á vellinum.

Sergio Garcia, sem virðist vera óstöðvandi, og Luke Donald unnu öruggan sigur á Phil Mickelson og David Toms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×