Grunaðir um undirbúning hryðjuverka 8. september 2006 21:06 Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Talsmaður saksóknara í Belgíu segir að töluvert af fullkomnum vopnum og sprengiefni hafi fundist þeegar áhlaup voru gerð á húsakynni á vegum hersins og kaffihús víða um Belgíu. Sautján eru í haldi lögreglunnar í Flanders vegna málsins, þar af hermennirnir ellefu. Líklegt er að þeir sem teknir voru höndum verði ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, að hafa ólögleg vopn undir höndum, kynþáttafordóma og að hafa neitað því að Helför gyðinga hafi átt sér stað. Hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gær en rannsókn á málinu hefur staðið í tvö ár og á þeim tíma hafa belgískir lögreglumenn laumað sér inn í öfgasinnuð samtök hægrimanna í landinu. Mennirnir voru allir handteknir í hollenskumælandi hluta Belgíu þar sem flokkur sem berst gegn innflytjendum hefur náð fótfestu. Mennirnir munu allir hafa tilheyrt klofningshóp úr samtökum sem kenna sig við blóð, ættjörð, heiður og tryggð. Leiðtogi hópsins er hermaður sem er sagður hafa ætlað að gera hryðjuverkaáætlanir sínar að veruleika. Höfuðpaurinn er sagður hafa varið tveimur og hálfu ári í að afla liðsstyrks og skipuleggja æfingar með vopn á svæði hersins án vitundar yfirvalda. Alvarlegum glæpum sem tengdir eru kynþáttafordómum hefur fjölgað í Belgíu síðustu mánuði. Það var í maí sem átján ára félagi í öfgasamtökum var ákærður fyrir að hafa myrt hvítt barn og hörundsdökka barnfóstur þess í Antwerpen, annarri stærstu borg Flanders. Erlent Fréttir Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Talsmaður saksóknara í Belgíu segir að töluvert af fullkomnum vopnum og sprengiefni hafi fundist þeegar áhlaup voru gerð á húsakynni á vegum hersins og kaffihús víða um Belgíu. Sautján eru í haldi lögreglunnar í Flanders vegna málsins, þar af hermennirnir ellefu. Líklegt er að þeir sem teknir voru höndum verði ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, að hafa ólögleg vopn undir höndum, kynþáttafordóma og að hafa neitað því að Helför gyðinga hafi átt sér stað. Hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gær en rannsókn á málinu hefur staðið í tvö ár og á þeim tíma hafa belgískir lögreglumenn laumað sér inn í öfgasinnuð samtök hægrimanna í landinu. Mennirnir voru allir handteknir í hollenskumælandi hluta Belgíu þar sem flokkur sem berst gegn innflytjendum hefur náð fótfestu. Mennirnir munu allir hafa tilheyrt klofningshóp úr samtökum sem kenna sig við blóð, ættjörð, heiður og tryggð. Leiðtogi hópsins er hermaður sem er sagður hafa ætlað að gera hryðjuverkaáætlanir sínar að veruleika. Höfuðpaurinn er sagður hafa varið tveimur og hálfu ári í að afla liðsstyrks og skipuleggja æfingar með vopn á svæði hersins án vitundar yfirvalda. Alvarlegum glæpum sem tengdir eru kynþáttafordómum hefur fjölgað í Belgíu síðustu mánuði. Það var í maí sem átján ára félagi í öfgasamtökum var ákærður fyrir að hafa myrt hvítt barn og hörundsdökka barnfóstur þess í Antwerpen, annarri stærstu borg Flanders.
Erlent Fréttir Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira