Ekkert eftirlit með merkjum frá ratsjárstöðvum 7. september 2006 21:23 Fjórar ratsjárstöðvar eru á útpóstum landsins og fylgjast með flugumferð í kringum landið. NATO boragði fyrir þessar stövðar og hefur Ratsjárstofnun séð um rekstur þeirra. Fyrirtækið Kögun hefur haft umsjón með hugbúnaðarrekstri loftrvarnarkerfisins. Upplýsingar frá stöðvunum eru notaðar annars vegar við almenna flugumsjón en hins vegar til að verja lofthelgina. Með þessum ratsjárstövðum geta flugvélar ekki laumað sér um lofthelgina óséðar - það er að segja ef einhver kærir sig um að horfa á skjánna og fylgjast með merkjunum. Fyrir nokkrum vikum hætti Bandaríkjaher þessu eftirlitshlutverki. Vilhjálmur Þortsteinsson, stjórnarmaður í Kögun staðfestir að flugherinn hafi tekið sínar pjökkur sama og yfirgefið stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli. Segir Vilhjálmur að þar standi auðir stólar fyrir framan radarskjánna og enginn fylgist með merkjunum. Þó komið sé að leiðarlokum þessa verkefnis hjá Kögun skiptir það óverulegu máli fyrir rekstur fyrirtækisins, að sögn Vilhjálms. Öðru máli kann að skipta fyrir Ratsjárstofnun en þar eru störf 60 starfsmanna í uppnámi. Engar upplýsingar fást þar gefnar um framtíðinina og er vísað í utanríkisráðuneytið. Þar er - sem fyrr - fátt um svör enda er framtíð þessa loftvarnakerfis eitt af bitbeinunum sem tekist er á um við samningaborðið í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn. Samkæmt traustum heimildum hafa Bandaríkjamenn ekki sýnt því neinn áhuga að halda áfram að reka þessar stöðvar - sem þó ætti að vera einn hornsteinninn í loftvörnum landsins og raunar allra NATO ríkja. Það er sum sé ekki nóg með að bandaríkjaher sé farinn með herþoturnar (hinar svokölluðu sýnilegu loftvarnir) - hann er hættur öllu eftirliti með því að óvinveitt loftför, hver svo sem þau ættu að vera, geti laumað sér inní - eða í gegnum lofthelgina. Árlegur kostnaður við reksturinn er einn komma tveir milljarðar króna. Samkæmt sömu heimildum hafa íslendingar í hyggju að reka þessar stöðvar áfram og reyna að tryggja að loftvarnareftirlitsþættinum verði sinnt - með einum eða öðrum hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Fjórar ratsjárstöðvar eru á útpóstum landsins og fylgjast með flugumferð í kringum landið. NATO boragði fyrir þessar stövðar og hefur Ratsjárstofnun séð um rekstur þeirra. Fyrirtækið Kögun hefur haft umsjón með hugbúnaðarrekstri loftrvarnarkerfisins. Upplýsingar frá stöðvunum eru notaðar annars vegar við almenna flugumsjón en hins vegar til að verja lofthelgina. Með þessum ratsjárstövðum geta flugvélar ekki laumað sér um lofthelgina óséðar - það er að segja ef einhver kærir sig um að horfa á skjánna og fylgjast með merkjunum. Fyrir nokkrum vikum hætti Bandaríkjaher þessu eftirlitshlutverki. Vilhjálmur Þortsteinsson, stjórnarmaður í Kögun staðfestir að flugherinn hafi tekið sínar pjökkur sama og yfirgefið stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli. Segir Vilhjálmur að þar standi auðir stólar fyrir framan radarskjánna og enginn fylgist með merkjunum. Þó komið sé að leiðarlokum þessa verkefnis hjá Kögun skiptir það óverulegu máli fyrir rekstur fyrirtækisins, að sögn Vilhjálms. Öðru máli kann að skipta fyrir Ratsjárstofnun en þar eru störf 60 starfsmanna í uppnámi. Engar upplýsingar fást þar gefnar um framtíðinina og er vísað í utanríkisráðuneytið. Þar er - sem fyrr - fátt um svör enda er framtíð þessa loftvarnakerfis eitt af bitbeinunum sem tekist er á um við samningaborðið í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn. Samkæmt traustum heimildum hafa Bandaríkjamenn ekki sýnt því neinn áhuga að halda áfram að reka þessar stöðvar - sem þó ætti að vera einn hornsteinninn í loftvörnum landsins og raunar allra NATO ríkja. Það er sum sé ekki nóg með að bandaríkjaher sé farinn með herþoturnar (hinar svokölluðu sýnilegu loftvarnir) - hann er hættur öllu eftirliti með því að óvinveitt loftför, hver svo sem þau ættu að vera, geti laumað sér inní - eða í gegnum lofthelgina. Árlegur kostnaður við reksturinn er einn komma tveir milljarðar króna. Samkæmt sömu heimildum hafa íslendingar í hyggju að reka þessar stöðvar áfram og reyna að tryggja að loftvarnareftirlitsþættinum verði sinnt - með einum eða öðrum hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira